Ég léttist um 22 kg á rúmlega 4 mánuðum

Ég léttist um 22 kg á rúmlega 4 mánuðum   fór úr 131 og er kominn í 109 kg, takmark ca 90 kg, er að taka ca 1 kg á viku

Engin fæðubótaefni    nema jú lýsi :) daglega
enginn tækjasalur
kostar ekkert nema ný föt

Leyndamálið er að draga hundinn út að labba rosklega 6 km á dag ( sleppa brauð,kökur gos, djúpsteiktan mat, pizzur og auðvitað allt sælgæti)
Svo eru Laugadagar nammidagar :)

Þetta er leyndamálið hjá mér


mbl.is Léttist um 19 kíló á hálfu ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Freyr Bergsteinsson

Flott hjá þér að ná þessu! Þessi duft, hvort sem er Herbalife eða eitthvað annað, er ekkert nema bull og svindl. Það er ekki Herbalife sem virkar - það er hreyfing og hollur matur, en af því að fólk fer að borða hollara þegar það tekur inn Herbalife þá heldur það að það sé það sem er að virka.

Freyr Bergsteinsson, 2.9.2011 kl. 13:34

2 identicon

Flottur árangur, 30% matarræði, 20% hreyfing, 50% hugarfar!

Ingimar Einarsson (IP-tala skráð) 2.9.2011 kl. 13:35

3 identicon

Það er ekkert mál að léttast og léttast, enn vandamálið hér á landi virðist vera að það eina sem fólk hugsar um er að léttast um sem flest kg. Þú getur verið 70 kg en kemst ekki í flottu gallabuxurnar þínar, svo getur þú verið 75 kg og komist auðveldlega í þær og mega flott/ur. Maður þarf að æfa vöðva, alla vöðva í líkamanum og þá er labb út í náttúrunni ekki nóg. Vöðvar rýrna ef ekki er tekið á þeim og gefið þeim rétt að borða, fituprósenta er eina sem fólk á að horfa í, henda viktinni út um gluggan, því hún segir ekki NEITT. Ég er búin að vera glíma við aukakílóin síðastliðið ár og tók mig á í Mai síðastliðnum, ég var 33 % fita 75 kg, komst ekki í neinar gallabuxur sem ég átti, HRÆÐINLEG TILFINNING, eftir 3 mánaða átak, lyfta og brenna 5 sinnum í viku í ræktinni er ég komin í 25% fitu og er 76 kg en kemst í allar gallabuxurnar mínar og er alveg mega flott í þeim:), ég held áfram ótrauð og ætla að ná mér niður í 23% fitu. Það er betra að vera þyngri í vöðvum enn fitu ;). Þannig að hættið að horfa í viktina hún segir ykkur ekki hvert ástand líkamans er, látið mæla ykkur í fitu%. Fullt af fæðubótarefnum virka ef þau eru tekin inn rétt og innihaldslýsingarnar eru góðar. Herbalife fær ekki flokkun sem fæðubótarefni hjá Matvælastofnun eða lyfjastofnun ríkisins þess vegna er ekki hægt að selja það í verslunum hér á landi eingöngu í Pýramídasölu. Þannig að fólk er í raun að kaupa lyftiduft í dollu og hefur ekki hugmynd um hvað það er að setja oní sig, svo þarf allskyns dúllerí svo að þetta bragðist vel. Þetta er dýrt og ennþá dýrara ef þarf að kaupa ávexti, djúsa og margt fl til að það sé hægt að láta þetta ofaní sig, því þetta er svo ógeðslega vont á bragðið.

Matthildur (IP-tala skráð) 2.9.2011 kl. 14:16

4 Smámynd: Ari Þór

Þekki þetta ekki með fitu %

En hjá mér er ca 1 cm um mittið að fara með hverju kg, með örðum orðum 22 cm hafa farið hjá mér um mittið
Ég er mjög sáttur við hvað ég er að gera og er ekkert að fara í rándýrar mælingar þegar þetta er að skila þeim árangri sem ég var að leita af, Minnka bumbuna og léttast  og auka þrekið.
Aukaverkanir eru að ég er hættur að hrjóta
hósti og erfiður andradráttur horfinn
og átti það til að fá svitakort á nóttinni,  Horfið
Semsagt  frábærar aukaverkanir
Gleymdi að segja að alla sósur eru stórhættulegar, þær eru ekkert nema Caloriur

Ari Þór, 2.9.2011 kl. 15:11

5 Smámynd: Birna Jensdóttir

Til hamingju með árangurinn.Það mættu margir sem ég þekki taka þig til fyrirmyndar.Það sem er gallinn við marga hundaeigendur í strjálbýlinu allavegana þar sem ég þekki til er að hundarnir eru keyrðir þangað sem hægt er að sleppa þeim lausum og síðan er keyrt á eftir þeim í staðinn fyrir að ganga með þeim.Þetta sé ég á hverjum degi.Þannig að það fólk er alls ekki að grennast neitt,heldur bara áfram að safna spiki.

Birna Jensdóttir, 2.9.2011 kl. 15:37

6 identicon

Já, það er ótrúlegt hvað gamla góða uppskrifin að heilsu virkar vel.  Borða hollt og hreifa sig.

Ég hleyp 3x á viku og geri smá æfingar (armbeygjur, magaæfingar) heima 3x á viku.

Svo borða ég lítið sem ekkert af sykri og hveiti heima, en leyfi mér það í hófi í heimsóknum og við sérstök tilefni.

Ég borða slatta af möndlum og hnetum þegar mig langar að narta í eitthvað ... og/eða ávöxtum.  Möndlur og hnetur innihalda reyndar mikla fitu, en holla fitu.

Það er auðveldara en ég hélt að koma sér í form, er farinn úr 115kg í 102kg á nokkrum mánuðum, stefni á ca 80 kg, en held að það sem skipti mestu máli er að hugsa um þetta sem lífsstílsbreytingu en ekki átak í smá tíma.  Núna er ég maður sem hreyfi mig og borða rétt en ég var maður sem gerði hvorugt.

Nýi lífsstíllinn hefur áhrif á orku, gleði, kvíða, öryggi, þyngdina, hamingju, heilsu, útlit, fataskápinn, einbeitingu og margt fleira.

AD (IP-tala skráð) 2.9.2011 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bond

Höfundur

Ari Þór
Ari Þór
Íslendingurinn

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • U.S. Army firefight in Kunar (1)
  • U.S. Army firefight in Kunar (1)
  • Týpiskt rok og rigning sumarveður í Reykjavik :(
  • 8j77wb8098 Medium WW2122504
  • download

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband