Gervitungl er ekki sama og elflaug !

Gera tilraunir með Eldflaugar hefur ekkert að gera með að hanna gervitungl ?

Í dag eru gerðar tilraunir með gervitungl á Íslandi .

Hvort hefur Atli áhuga að gera tilraunir með Eldflaugar eða Gervitungl 
Eða vera supper og gera bæði ?  Það er alveg nýtt.
Yfirleitt er eitt fyrirtæki sem sérhæfir sig í eldflaugum og annað sem sérhæfir sig í gervitunglum.
Hvað er Atli að meina ?


mbl.is Kanna möguleika á íslensku gervitungli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þú þarft ekki eldflaug til að skjóta upp gervitungli, leigir bara farmrými hjá einhverjum af þeim fjölmörgu aðilum sem selja geimflutningaþjónustu.

En eru einhver íslensk gervitungl á sporbraut um jörðu?

Guðmundur Ásgeirsson, 9.6.2020 kl. 22:54

2 Smámynd: Ari Þór

Nákvæmlega, Þú leigir plás í eldflaug ..  t.d. Space X , getur verið frítt fyrir skóla.

Eru íslenskir bílar á götum ísland trúlega undir 5 .  En það eru bílar á götum ísland og eru ekkert verri þó þeir eru hannaðir og settir saman erlendis

En gera gott gagn á íslandi.

Er stjórnstöð fyrir gervitunl á Íslandi  Já .   Ca 172 gervitunglum er stjórnað og gögn sótt til íslands úr þessum gervitunglum . 6 stórir diskar.
Ekki fyrir löngu var eitt alvöru gervitungl til sýnis í Háskólanum og í rafiðnaðasambandinu og síðar sent út og er á sporbaug um jörðina í dag.

Veit ekki ef þessi linkur virkar , en þar má sjá eitt af þessum 174 tunglum sem er um sporbaug jarðar og fer reglulega yfir íslandog er í samband við jarðstöð á íslandi.  Misnotaði tækifærið og tók skemmtilega mynd af tunglinu.
https://www.facebook.com/photo.php?fbid=10212424426658902&set=t.100000960774900&type=3&theater

Ari Þór, 10.6.2020 kl. 08:24

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Skil ég þig rétt að það séu semsagt íslensk gervitungl á sporbraut um jörðu?

Guðmundur Ásgeirsson, 10.6.2020 kl. 13:46

4 Smámynd: Ari Þór

Sæll

Þessi gervitungl eru ekki íslensk 

Þau taka heilmynd af jörðinni 1 X á dag og eru myndirnar teknar niður á íslandi og er sporbaugi tunglana stýrt frá loftnetum á íslandi .

Myndirnar og meira um gervitunglin er t.d. hægt að sjá á youtube 
https://www.youtube.com/watch?v=iiKMGg5Qp8U

Ari Þór, 10.6.2020 kl. 16:31

5 Smámynd: Atli Þór Fanndal Guðlaugsson

Góðan dag

Get sannarlega tekið undir það að eldflaug er ekki gervinöttur. Geimvísinda- og tækniskrifstofan er þjónustuskrifstofa fyrir geimvísindi- og tækni á Íslandi. Það þýðir að við gerum ansi margt en flest snýst um að ýta undir og aðstoða verkefni sem tengjast geiminum. Ætli stærsti hlutinn sé ekki að sjá til þess að öll leyfi og reglur séu virtar og svo að skiptast á upplýsingum sem varða málið. Það getur verið að fjalla um staðla, útboð og samstarfsóskir geimvísindastofnana. Kynna aðgengi að gervihnattagögnum sem nota má á Íslandi og aðstoða íslenska og erlenda aðila sem starfa hér á landi eða eru að íhuga að starfa hér á landi við að gera það.

Þetta þýðir að við störfum með háskólum, stofnunum, fyrirtækjum, vísindamönnum og einstaklingum. Ísland er ekki með geimvísindastofnun né deild í neinu ráðuneyti þannig að við sinnum ýmsum svona verkefnum.

Þau tvö verkefni sem fjallað er um í fréttinni og eru á okkar vegum eru; Verðmætasköpun tengd geimvísindum og kortlagning á tæknigetu til þróunar gervitungsl á Íslandi. Sem er rannsóknarverkefni en næsta skref eftir þetta verkefni yrði að setja saman teymi og hefja slíka þróun ef talið er arðbært og tæknilega fært. Það er frekar líklegt að svo sé reyndar því það eru þegar aðilar á Íslandi sem hafa skoðað svipaða hluti. 

Hitt verkefnið er að safna íðorðum á íslensku sem tengjast geiminum. Það er verkefni sem við og Árnastofnun vinnum saman að.

Varðandi eldflaugaskot sem talað er um í fréttinni þá er Morgunblaðið að vitna til þess (og hafa eftir mér svo ég komi mér ekki undan neinni ábyrgð) að Frakkar skutu upp fjórum eldflaugum frá Íslandi 1964 og 1965. Síðan er talað um tilraunaskot Skyrora frá Íslandi sem fara fram síðar á árinu. Þetta er ótengt rannsóknarverkefnunum okkar en við svo sannarlega vinnum fyrir Skyrora eins og aðra í geimvísindum og höfum meðal annars aðstoðað við að sækja um öll leyfi og slíkt.

Vonandi er þetta skýrt. Takk fyrir áhugann. Velkomið að skrá sig á fréttabréf Space Iceland fyrir fréttir, fundarboð og annað.

Virðingarfyllst

Atli Þór Fanndal, Geimvísinda- og tækniskifstofan (Space Iceland)

Atli Þór Fanndal Guðlaugsson, 10.6.2020 kl. 17:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bond

Höfundur

Ari Þór
Ari Þór
Íslendingurinn

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • U.S. Army firefight in Kunar (1)
  • U.S. Army firefight in Kunar (1)
  • Týpiskt rok og rigning sumarveður í Reykjavik :(
  • 8j77wb8098 Medium WW2122504
  • download

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband