6.6.2011 | 12:20
Hvenær ætlar RUV að byrja útsendingu í Digital ?
Hérna er 2 staðreyndir um RUV
RUV sendir ekki á sínu dreifikerfi með stafrænum hætti (DVB Digital)
Erlendis er verið að loka á Analog sendingar en RUV sendir engöngu út í analog á sínu dreifikerfi.
Í dag eru flest ný sjónvörp eingöngu með Digital móttakara Svo RUV næst ekki á nýjum sjónvarpstækjum.
Stöð 2 er t.d. hætt að senda út í analog, þeir senda eingöngu með stafrænum hætti (Digital DVB)
Núna segja einhverjir að RUV er á breiðbandinu í digital, það er satt en Stöð2 sendir þetta út og í lélegum gæðum, RUV er látið mæta afgangi í plási og gæði í mynd hræðileg !!!Sama á við ADSL RUV er ekki að dreifa þessu og enn og aftur gæðin skelfileg !
Er RUV bara skrfstofubákn og styrktar aðili fyrir lystamenn eða er þetta Útvarp og Sjónvarp allra landsmanna ?
PS, fyrir nokkrum árum hóf RUV að senda útvarp í DAB ( digital útvarp) frábært !
Sú útsending hefur legið niðri í 2 ár því það það vantar 1 GPS net, verð ca 20.000 kr og 1 kl vinna.
Þetta fé og þessi starfsmaður er ekki til hjá RUV sem getur lagað þetta og útsending fer ekki aftur í gang :( .
Það er enginn metnaður í að halda uppi gæðum í þjónustu hjá RUV :(
Kv
Ari
Myndlykill ekki inni í nefskatti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Bond
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Rúv er víst að senda út á DVB-T, og hefur verið í mörg ár. Hef stillt nokkur sjónvörp með digital móttakara og þau ná öll RÚV.
Stefán Jökull (IP-tala skráð) 6.6.2011 kl. 13:56
Getur einhver sagt mér hvar þessum útsendingum sjónvarps og útvarps á stafrænu formi er skipulega lýst á vefsíðum stofnunarinnar?
Kári Harðarson, 6.6.2011 kl. 14:01
Hér er síða DR í Danmörku sem lýsir loftnetsmóttöku þar á bæ. Flest sem þarna stendur mætti standa á heimasíðu RÚV:
http://www.dr.dk/OmDR/Modtagelse/Antenne/20091020170333
Kári Harðarson, 6.6.2011 kl. 14:05
Sæll
Stöð 2 sendir út RUV á sýnu dreifikerfi og senda RUV út í slæmum gæðum, þegar þú finnur RUV í stafrænu formi í loftneti þá er útsending frá stöð 2 ekki frá RUV sjálfum !
Stöð 2 sendir RUV út svo áhorfendur stöðvar 2 þurfa ekki 2 loftnet og Einnig er afruglari stöðvar 2 bara stafrænn, svo hann getur ekki tekið á móti RUV svo stöð 2 reddar sér þannig fyrir horn en leggja engan metnað í gæðin hjá RUV því þeim er alveg sama !
RUV sendir ekki út í digital og er digital útsendingum ekki lýst á heimasíðu RUV því þessi útsending er ekki til.
RUV í gegnum gervitung hefur verið dregið saman vegna peningaleysis og gæðin á RUV eru ekki góð á Gervitungli, RUV ætti að semja við OMEGA um útsendingu frétta í gegnum Gervitungl :)
Ef einhver er enn í vafa um þetta þá er hérna afrit af tölvupósti sem ég fékk frá RUV við fyrirspurn minni
Sæll Ari.
Mér var falið að svara fyrirspurn þinni til útvarpsstjóra.
RÚV sendir ekki út stafrænt (DVB-T) á eigin dreifikerfi.
Innan RÚV er nú unnið að stefnumótun fyrir stafræna sjónvarpsdreifingu og er niðurstöðu að vænta á næstunni.
Kveðja,
Eyjólfur Valdimarsson
Ari Þór, 6.6.2011 kl. 15:14
Hvaða ár var niðurstaðna að vænta á næstunni ? :)
Kári Harðarson, 6.6.2011 kl. 16:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.